Sænska frystihúsið

Sænska frystihúsið (eða Sænsk-íslenska frystihúsið) var fyrsta frystihúsið á Íslandi sem var sérstaklega byggt sem slíkt, og þegar húsið var reist var það stærsta hús á landinu. Húsið tók í fyrsta sinn á móti fiski til frystingar þann 18. febrúar 1930. Það hætti að taka móti fiski til útflutnings árið 1967-1968, en húsið var samt notað áfram. Árið 1974 flutti t.d. Kraftlyftingasamband Íslands í húsið, en Reykjavíkurborg útvegaði húsnæðið að frumkvæði Alberts Guðmundssonar, og þar æfðu menn fram í byrjun febrúar árið 1976. [1] Frystihúsið var síðan rifið árið 1981 þegar það varð að víkja fyrir Seðlabankahúsinu.

TilvísanirBreyta

  1. Kraft.is

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.