Sæmundará
Sæmundará er bergvatnsá í vestanverðum Skagafirði. Hún kemur upp í Vatnsskarði, í Vatnshlíðarvatni og Valadal, sveigir til norðurs þegar niður úr skarðinu kemur og rennur meðfram endilangri Sæmundarhlíð. Við endann á Langholti sveigir hún til austurs og rennur síðan niður með túninu á Reynistað og sveigir svo aftur til norðurs og að lokum í Miklavatn. Eftir að hún beygir er hún yfirleitt kölluð Staðará, kennd við Reynistað. Áin er oftast fremur vatnslítil og er kölluð Sæmundarlækur í Landnámu.
Áin er ágæt veiðiá og veiðist þar bæði lax og sjóbleikja.
HeimildirBreyta
- Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Staðarhreppur - Seyluhreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2001. ISBN 978-9979-861-10-2