Sámur var hundur Gunnars Hámundarsonar á Hlíðarenda og er einn þekktasti hundurinn í íslenskri sögu. Í Brennu-Njáls sögu kemur fram að Sámur hafi ávallt þekkt muninn á vinum og óvinum og hafi því gert Gunnari viðvart ef fjandmenn bar að garði. Talið er að Sámur hafi verið af írsku úlfhundakyni sem kom frá Mýrkjartani konungi, afa Hallgerðar langbrókar sem síðar varð eiginkona Gunnars. Þegar Gunnar fer í heimsókn til Ólafs Pá HöskuldssonarHjarðarholti í Dölum, færir Ólafur honum þrjá hluti frá Írlandi: Gullhring, skikkju og hundinn Sám. Ólafur var bróðir Hallgerðar.[1][2]

Gunnar á Hlíðarenda
Írskur úlfhundur
Úr Brennu-Njáls sögu

Mikil atburðarás fór af stað þegar Hallgerður langbrók, lét þrælinn Melkólf ræna búið í Kirkjubæ þegar þröngt var í búi á Hlíðarenda. Þetta leiddi að lokum til þess að herflokkur undir forystu Gissurar hvíta og Geirs goða fer að Gunnari til að drepa hann. Þeir fara að Sámi til þess að drepa hann fyrst svo að hann geri Gunnari ekki viðvart. Þorkell bóndi á næsta bæ er þvingaður til þess að teyma Sám frá Hlíðarenda. Sámur rífur Þorkel á hol þegar hann sér óvini Gunnars. Einn vígamannanna rekur öxi í hausinn á Sámi en áður en hann drepst, rekur hann upp mikið og hátt væl sem Gunnar heyrir heim á Hlíðarenda. Þá mælti Gunnar: „Sárt ert þú leikinn Sámur fóstri og búið svo sé til ætlað að skammt skuli okkar í meðal.“[3]

Sámur var grafinn austan við Hlíðarenda og var sá staður nefndur Sámsreitur.[4]

Heimildir

breyta
  1. Guðmundsson, Óttar (11. október 2018). „Sámur - Vísir“. visir.is. Sótt 17. nóvember 2024.
  2. „Drífusögur úr endurminningum Tryggva Emilssonar“. Sámur - Hundaræktarfélag Íslands (enska). Sótt 17. nóvember 2024.
  3. Óþekktur höfundur (1971). Brennu-Njáls saga. Hið íslenska bókmenntafélag.
  4. Orri Vésteinsson; Sædís Gunnarsdóttir (1999). „Fornleifar í Rangárvallasýslu I“ (PDF). Fornleifastofnun Íslands.