Ryan Ross (fæddur 30. ágúst 1986) er gítarleikari og textahöfundur hljómsveitarinnar Panic! At The Disco.

George Ryan Ross III er fæddur og uppalinn í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum þar sem hann gekk í kaþólskan skóla. Þegar Ryan var tólf ára bað hann foreldra sína um gítar í jólagjöf, og þannig byrjaði samvinna hans með Spencer sem fékk trommusett. Á fyrstu árunum, voru Ryan og Spencer að spila Blink-182 lög með Ryan sem söngvara. Hljómsveitin þeitta var kölluð Pet Salamander á þeim tíma. Seinna safnaði Spencer liði með skólavini sínum Brent Wilson á bassa, og þeir spiluðu saman í hljómsveit sem hét The Summer League. Svo kom Brendon Urie í hljómsveitina, hinir heyrðu hann syngja og einróma ákváðu að hann myndi verða söngvarinn.

Tvö lög á A Fever You Can't Sweat Out frumraun Panic! At The Disco voru samin um föður hans sem var alkahólisti. Faðir hans dó svo 28. júlí 2006.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Ryan Ross“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. október 2006.

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.