Ruth Barcan Marcus (fædd 2. ágúst 1921 í Bronx í New York-borg, dáin 19. febrúar 2012) var bandarískur heimspekingur og rökfræðingur, sem Barcan-formúlan er kennd við. Hún var frumkvöðull í háttarökfræði og málspeki. Hún ritaði einnig áhrifamiklar greinar um eðlishyggju, skoðanir og siðferðilegan ágreining.

Ruth Barcan Marcus
Persónulegar upplýsingar
Fædd2. ágúst 1921
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk„A Functional Calculus of First Order Based on Strict Implication“ (1946), „The Deduction Theorem in a Functional Calculus of First Order Based on Strict Implication“ (1946), „The Identity of Individuals in a Strict Functional Calculus of Second Order“ (1947)
Helstu kenningar„A Functional Calculus of First Order Based on Strict Implication“ (1946), „The Deduction Theorem in a Functional Calculus of First Order Based on Strict Implication“ (1946), „The Identity of Individuals in a Strict Functional Calculus of Second Order“ (1947)
Helstu viðfangsefnimálspeki, rökfræði, siðfræði

Starfsferill

breyta

Marcus hlaut B.A.-gráðu í heimspeki frá New York University árið 1941. Þaðan hélt hún til Yale-háskóla í framhaldsnám og hlaut M.A.-gráðu þaðan árið 1942 og doktorsgráðu árið 1946.

Marcus gegndi stöðu prófessors og deildarforseta við heimspekideild Illinois-háskóla í Chicago á árunum 1962 – 1970. Hún var prófessor í heimspeki við Northwestern-háskóla 1970 – 1973 og Halleck-prófessor í heimspeki við Yale-háskóla 1973 – 1991. Frá 1992 var hún prófessor emerita og sérfræðingur við Yale-háskóla. Hún var einnig reglulegur gistiprófessor í heimspeki við Kaliforníuháskóla í Irvine.

Marcus sat í framkvæmdarnefnd Samtaka bandarískra heimspekinga (1976 – 83), var forseti samtakanna Association for Symbolic Logic (1983 – 86) og forseti og heiðursforseti Alþjóðlegu heimspekistofnunarinnar (1989 – 92).

Helstu ritverk

breyta
  • Modalities: Philosophical Essays, (Oxford University Press, 1993).

Ritstjórn

breyta
  • The Logical Enterprise, ásamt A. Anderson og R. Martin (1995)
  • Logic, Methodology and Philosophy of Science (1986)

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.