Klettaglæða

(Endurbeint frá Rusavskia elegans)

Klettaglæða (fræðiheiti: Rusavskia elegans) er fléttutegund af glæðuætt. Klettaglæða tilheyrði áður ættkvísl glæða (Xanthoria) en var færð í ættkvíslina Rusavskia árið 2003 í ljósi nýrra rannsókna.[1]

Klettaglæða
Klettaglæða (R. elegans) á grjóti.
Klettaglæða (R. elegans) á grjóti.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Ascomycota
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Teloschistales
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Rusavskia
Tegund:
Klettaglæða (R. elegans)

Tvínefni
Rusavskia elegans
Samheiti

Caloplaca elegans
Gasparrinia elegans
Lecanora elegans
Lichen elegans
Physcia elegans
Xanthoria elegans

Útlit og búsvæði

breyta

Klettaglæða skærappelsínugult eða rauðgult þal en neðra borðið er hvítt eða gulleitt. Askhirslur eru algengar, appelsínugular að lit með örlítið ljósari þalrönd. Klettaglæða vex á klettum og mannvirkjum og er sérstaklega algeng á norðausturlandi. Klettaglæða líkist veggjaglæðu í útliti en þekkist best á mjórri og kúptum randbleðlumsem liggja þéttar að undirlaginu en á veggjaglæðu. Einnig hefur hún yfirleitt dekkri lit.[2]

Efnafræði

breyta

Klettaglæða inniheldur þekkta fléttuefnið parietín sem gefur henni gulan eða appelsínugulan lit.[2] Parietín er tilheyrir flokki anthrakínón-efna og var klettaglæða fyrsta íslenska fléttan sem anthrakínón-efni var einangrað úr.[3]

Þalsvörun klettaglæðu er K+ vínrauð, C-, KC- og P-.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Kondratyuk, S., & Kärnefelt, I. (2003). Revision of three natural groups of xanthorioid lichens (Teloschistaceae, Ascomycota). Ukrayins'kyi Botanichnyi Zhurnal, 60(4), 427-437.
  2. 2,0 2,1 2,2 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  3. Kristín Ingólfsdóttir, Anna Sif Paulson & Hörður Kristinsson (2002). Einangrun anthrakínón afbrigðis úr klettaglæðu, Xanthoría elegans (Ágrip veggspjalds á XI. vísindaráðstefnu Háskóla Íslands) Læknablaðið, 47. fylgirit bls. 106
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.