Hagvaxtarstig Rostow
Kenning Rostow um fimm þrep hagþróunar og "flugtak" (e: take off) er ein af þekkustu þrepakenningum hagfræðinnar. Kenningin, sem bandaríski hagfræðingurinn Walt Whitman Rostow setti fram árið 1960 í bókinni The Stages of Economic Growth: A Non-Communist Mannifesto, hefur haft mikil áhrif í þróunarhagfræði og hagsögu, en einnig í öðrum félagsvísindum. Hún hafði einnig mikil áhrif á opinbera stefnumótum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þróunaraðstoð Bandaríkjanna og efnahagsstefna gagnvart þróunarlöndum Afríku, Asíu og Suður Ameríku var undir miklum áhrifum af kenningum Rostow.
Kenning Rostow er sú að hagþróun fylgi fimm grunnþrepum, þar sem hagkerfi þróast, stig af stígi af einu þrepi á annað eftir fyrirsjánlegum lögmálum. Fimm grunnskref hagvaxtar eru eftirfarandi:
- Hið hefðbundna þjóðfélag
- Forsendur flugtaks
- Flugtakið
- Drifið til fullvaxtar
- Tími mikillar fjöldaneyslu [1]
Líkan Rostow er eitt af strúktúralískari líkönum hagvaxtar og þá sérstaklega í samanburði við líkan Alexander Gerschenkron um síðbúna iðnþróun, þó að líkönin tvö útiloki ekki hvort annað. Rostow hélt því fram að til þess að efnahagslegt flugtak gæti átt sér stað innan þjóðfélags þá þyrfti það í upphafi að vera leitt áfram af fáum einstökum atvinnugreinum. Sýn Rostow af efnahagslegu flugtaki endurspeglar kenningu David Ricardo um hlutfallslegt forskot en á sama tíma og það fer á mis við sókn marxískra byltingamanna varðandi efnahagslega sjálfsbjörgunarviðleitni. Sókn þessi byggir á því að einungis er ýtt undir upphafs þróun eins eða tveggja atvinnugeira umfram þróun annarra. Síðar varð þetta eitt mikilvægasta viðfangsefnið í kenningunni um nútímavæðingu í félagslegri þróunarstefnu.
Hið hefðbundna þjóðfélag
breytaHagkerfi á fyrsta grunnstigi hagvaxtar hefur takmarkaða framleiðslu og nær tæplega lágmarki mögulegrar framleiðslugetu. Á þetta ekki við að framleiðslustig hagkerfisins væri kyrrstætt heldur að hægt væri að auka það til muna. Oft á tíðum er fjöldinn allur af ónýttu landi sem nýta mátti til landbúnaðarframleiðslu en á þessum tíma hafði nútíma tækni og vísindi ekki verið kynnt til leiks. Þau samfélög sem voru uppi fyrir tíma Isaac Newton og voru ómeðvituð um þá stjórn sem hægt væri að hafa á ytri heim, treystu því á verkamennsku og sjálfsbjargarviðleitni til að lifa af. Ríki og einstaklingar nota áveitukerfi í flestum tilfellum þó svo að búskapur sé eingöngu til framfærslu. Tækninýjungar höfðu átt sér stað en aðeins á sérstökum grundvelli. Allt þetta gat leitt til aukinnar framleiðslu en þó aldrei yfir efri mörkin sem ekki var hægt að fara yfir. Viðskipti voru að mestu leyti svæðisbundin og staðbundin, þá aðallega við vöruskipti, en var fjármálakerfið þó ekki vel þróað. Hlutfall fjárfestingar til aukinnar framleiðslu fór aldrei yfir 5% af heildarframleiðslu atvinnulífsins. Gana og Tógó eru þau lönd í heiminum sem staðsett gætu verið á fyrsta grunnstigi hagvaxtar.
Stig
breytaForsendur flugtaks
breytaÁ öðru stigi hagvaxtar fara hagkerfi í gegnum breytingaferli til að byggja upp skilyrði fyrir vöxt og flugtak. Rostow taldi að breytingar sem gerðar yrðu á samfélögum yrðu að vera grundvallaratriði í félags-pólitískri uppbyggingu og framleiðslutækni. Slíkt breytingarmunstur var fylgt eftir síðar í Evrópu, hluta af Asíu, Miðausturlöndum og Afríku. Rostow setti einnig fram annað eða þriggja stigs munstur og með því taldi hann að ekki væri þörf á breytingum þar sem að hagkerfi væru bundin við hefðbundna félagslega og pólitíska uppbyggingum. Einungis var krafist breytinga í efnahagslegum og tæknilegum víddum samfélaga. Þær þjóðirsem fylgu breytingarmunstri Rostow voru Norður-Ameríku og Eyjaálfa (Nýja Sjáland og Ástralía).
Flugtakið
breytaTalið var að þau ríki sem beitt höfðum róttækum breytingum á tiltækum auðlindum sínum hafi tekið við sér hvað varðar hagvöxt og myndað leiðina að áframhaldandi hagvexti. Rostow lýsti þessu stigi hagvaxtar sem stuttu tímabili mikils vaxtar, þar sem iðnvæðing fer að eiga sér stað og starfsmenn og stofnanir einbeita sér að nýjum iðnaði og undirstöðu um þróun lands. Tæknivæðing getur spilað stóran þátt í hagvextinum.
Líkanið gengur út á að megináhrif til lengdar séu efnahagslegar, pólitískar og tæknilegar breytingar. Flugtakið þarf að gerast hratt og þarf sjálfbær vöxtur að vera til staðar á meðan ferlinu stendur.[2]
Rostow sagði að til þess að líkanið myndi virka þurfa margir þættir að koma saman til þess að flugtakið gæti virkað og eru þetta þrjár helstu forsendur þess.
- Hlutfall framleiðslu þarf að hækka úr um það bil 5% í yfir 10% af þjóðartekjum eða hreinni þjóðarframleiðslu.
- Þróun eins eða fleiri framleiðslugreina, með miklum vexti og hraða.
- Skjót tilkoma pólitíkar og stofnana þarf að vinna saman og nauðsynlegt er að fjármagn innanlands komi sér á rétta staði og sé stýrt í rétta átt.
Endurfjárfesting á hagnaði af utanríkisviðskiptum eins og sést hefur í mörgum löndum Austur-Asíu. Þó að önnur dæmi séu til um flugtak sem byggir á ört vaxandi eftirspurn eftir innlendum framleiddum vörum til sölu á innlendum mörkuðum, hafa fleiri lönd fylgt útflutningsmódelinu, í heild og að undanförnu. Bandaríkin, Kanada, Rússland og Svíþjóð eru dæmi um "flugtak" sem byggir á innanlands; þau öll einkenndust hins vegar af miklum fjármagnsinnflutningi og hraðri upptöku tækniframfara viðskiptalanda sinna. Allt þetta stækkunarferli iðnaðargeirans skilar aukinni ávöxtunarkröfu til sumra einstaklinga sem spara á háum vöxtum og fjárfesta sparnað sinn í starfsemi iðnaðargeirans. Hagkerfið nýtir vannýttar náttúruauðlindir þeirra til að auka framleiðslu þeirra.
Drifið til fullvaxtar
breytaEftir flugtak munu samfélag yfirleitt taka allt að fimmtíu til hundrað ár að ná þroskastigi samkvæmt fyrirmyndinni, eins og átti sér stað í löndum sem tóku þátt í iðnbyltingunni og voru stofnuð sem slík þegar Rostow þróaði hugmyndir sínar í kringum árið 1960.
Rostow skilgreinir leiðina til fullvaxtar „sem tímabilið þegar samfélag hefur á áhrifaríkan hátt beitt úrval nútímatækni á meginhluta auðlinda sinna.“ Nú mun auðæfi þjóðarinnar verið fjárfestur í betri og nútímalegri tækni til þess að halda áfram að ná fullþroska. Tækniþróun er á miklum hamförum, atvinnugreinar eru í þróun þar sem nýjar leiðir taka yfir þær gömlu og þróa störf og bæta framleiðsli sem myndar aukna framleiðsla. Nýjar einkennis vörur sem þjóðin býr til en flytur ekki inn. Ný störf myndast og er allt á fullri uppleið. Þjóðin er að mynda sér stað í alþjóðahagkerfinu að sama leiti.
Tími mikillar fjöldaneyslu
breytaTími mikillar fjöldaneyslu vísar til tímabils nútímaþæginda sem margar vestrænar þjóðir bjóða upp á. Þar sem neytendur einbeita sér að varanlegum vörum og muna varla eftir framfærslu áhyggjum fyrri stiga. Rostow styður við Buddenbrooks bókina til samlíkingu en lýst er í bókinni hvernig þriggja manna fjölskylda komi öll úr þremur mismunandi kynslóðum. Fyrsta kynslóðin hefur áhuga á efnahagsþróun og önnur á stöðu sinni í samfélaginu. Sú þriðja, sem þegar hefur peninga og álit, hefur áhyggjur af listum og tónlist og hefur litlar áhyggjur hvernig efnahagur og samfélagið er.[3] Sögulega er sagt að Bandaríkin hafi fyrst náð þessu stigi.
Tilvísanir
breyta- ↑ Juliet Jacobs (febrúar 2011). „Rostow's Stages of Growth Development Model“. ThoughtCo.
- ↑ Mallick, Oliver Basu (2005). „Rostow's five-stage model of development and its relevance to Globalization“ (PDF). School of Social Science Faculty of Education and Arts the University of Newcastle.
- ↑ „Rostow's stages of development“ (PDF).