Hundarós

(Endurbeint frá Rosa canina)

Hundarós (fræðiheiti: Rosa canina) er rósategund sem vex í Evrópu, norðvesturhluta Afríku og vesturhluta Asíu. Margir rugla hundarós saman við glitrós.

Hundarós
Hundarós í blóma
Hundarós í blóma
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Rosoideae
Ættkvísl: Rosa
Tegund:
R. canina

Tvínefni
Rosa canina
L.

Hundarós er lauffellandi runni sem venjulega er frá 1-5 metra að hæð en getur verið hærri ef rósin klifrar eftir stofnum stærri trjáa. Stofn rósarinnar er alsettur litlum og beittum þyrnum sem hjálpa rósinni að festa sig og klifra. Blóm eru ljósbleik eða hvít. Þau eru 4-6 sm í þvermál. Hundarós þroskar 1,5-2 sm rauð-appelsínugul aldin.

Ræktun og notkun

breyta

Hundarós inniheldur mikið af andoxunarefnum. Ávöxturinn inniheldur mikið magn C-vítamína og er notaður við framleiðslu á sýrópi, tei og marmelaði.