Roðalyng
Roðalyng (fræðiheiti Erica cinerea) er lyngplanta af lyngætt sem upprunnin er í Vestur- og Mið-Evrópu. Roðalyng er lágvaxinn runni sem verður 15 til 60 sm hár með fíngerðum nálarlaga laufblöðum sem verða 4 – 8 mm löng. Blómin eru 4 – 7 mm löng, klukkulaga og fjólublá (sjaldan hvít) á lit. Roðalyng er vinsæl skrautjurt. Það þolir vel þurrka og vex á sólríkum stöðum í framræstum jarðvegi.
Erica cinerea | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Erica cinerea L. |