Riverside (hljómsveit)

Riverside er framsækin rokk og þungarokkssveit frá Varsjá, Póllandi, sem stofnuð var árið 2001. Tónlist þeirra hefur verið í ætt við Porcupine Tree, Pain of Salvation og Dream Theater. Stíllinn hefur verið allt frá þungum, flóknum og löngum lagasmíðum yfir í léttara og einfaldara efni.

Riverside, 2009.

Önnur plata þeirra, Second Lide Syndrome (2005) vakti athygli og var gefin út af hinni virtu Inside Out útgáfu. Hljómsveitin varð fyrir áfalli þegar gítarleikarinn Piotr Grudziński varð bráðkvaddur en hélt áfram sínu striki.

Meðlimir

breyta
  • Mariusz Duda – Söngur, bassi, kassagítar (2001–), gítar (2016–2020)
  • Piotr Kozieradzki – Trommur og ásláttur (2001–)
  • Michał Łapaj – Hljómborð og bakraddir (2003–)
  • Maciej Meller – Gítar (2020– tónleikameðlimur 2017–2020)

Fyrrum meðlimir

breyta
  • Piotr Grudziński – Gítar (2001–2016)
  • Jacek Melnicki – Hljómborð (2001–2003)

Skífur

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Out of Myself (2003)
  • Second Life Syndrome (2005)
  • Rapid Eye Movement (2007)
  • Anno Domini High Definition (2009)
  • Shrine of New Generation Slaves (2013)
    • Love, Fear and the Time Machine (2015)
  • Wasteland (2018)
  • ID Entity (2023)

Stuttskífur

breyta
  • Voices in My Head (2005)
  • Memories in My Head (2011)
  • Acoustic Session (2019)