Pain of Salvation
Pain of Salvation er sænsk framsækin þungarokkssveit, stofnuð í Eskilstuna. Uppruna hljómsveitarinnar má rekja til ársins 1984 þegar Daniel Gildenlöw stofnaði hljómsveitina Reality, 11 ára gamall. En árið 1991 breytti hann nafninu á hljómsveitinni í Pain of Salvation. Daniel hefur verið aðallagahöfundur og söngvari hljómsveitarinnar frá upphafi.
Árið 1994 gekk bróðir hans, Kristoffer, til liðs við hljómsveitina á bassa. Árið 1997 fór Pain of Salvation í hljóðver til að taka upp sína fyrstu plötu; Entropia. Árið 1999 gerði sveitin samning við InsideOut plötuforlagið og hlutu verk þeirra þar með meiri dreifingu. Árið 2000 kom út platan, The Perfect Element, og fjallaði hún um umskipti unglinga í fullorðinsár.
Eftr aldamót fór sveitin að spila á stærri tónleikahátíðum eins og Progpower og spilaði á tónleikaferðalagi með hljómsveitum eins og Evergrey, Symphony X og Dream Theater. Árin 2011-2012 urðu mannabreytingar í hljómsveitinni: Johan Hallgren og Fredrik Hermansson hættu. Ragnar Sólberg Rafnsson gekk til liðs við sveitina og Gustaf Hielm sem hafði áður spilað á bassa. Árið 2010 tók sveitin þátt í forkeppni Eurovision í Svíþjóð, Melodifestivalen, með laginu Roadsalt. Sveitin komst í undanúrslit. Árið 2017 var Ragnar beðinn um að yfirgefa sveitina.
Tónlist hljómsveitarinnar hefur einkennst af mismunandi töktum, rólegum og þungum köflum og ýmissi raddbeitingu. Hljómsveitin hefur oft þema í verkum sínum og hefur fjallað meðal annars um: Umhverfismál, trúmál, þroskaferli, mannkynið og tilvist.
Núverandi meðlimir
breyta- Daniel Gildenlöw - söngur, gítar og ýmis hljóðfæri (1984−)
- Gustaf Hielm - bassi og bakraddir (1992–1994, 2011–)
- Léo Margarit - trommur og bakraddir (2007−)
- Daniel "D2" Karlsson - hljómborð og ásláttarhljóðfæri (2011–)
- Johan Hallgren - gítar og söngur (1997-2011, 2017-)
Nokkrir fyrrum meðlimir
breyta- Daniel Magdic - gítar og bakraddir (1986−1997)
- Johan Langell - trommur og bakraddir (1989−2007)
- Kristoffer Gildenlöw - bassi og bakraddir (1994−2006)
- Fredrik Hermansson - hljómborð og bakraddir (1996−2011)
- Ragnar Zolberg - gítar og söngur (2012–2017)
Breiðskífur
breyta- Entropia (1997)
- One Hour by the Concrete Lake (1998)
- The Perfect Element, Part I (2000)
- Remedy Lane (2002)
- BE (2004)
- Scarsick (2007)
- Road Salt One (2010)
- Road Salt Two (2011)
- Falling Home (2014)
- In the Passing Light of Day (2017)
- Panther (2020)
Tónleikaplötur
breyta- 12:5 (2004)
- "BE" (Original Stage Production) (2005)
- Ending Themes (On the Two Deaths of Pain of Salvation) (2009)
- Remedy Lane Re:lived (2016)
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Pain of Salvation“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. janúar 2017.