Ritgerðir um siðferði og stjórnmál

Ritgerðir um siðferði og stjórnmál (e. Three Essays, Moral and Political) er ritgerðasafn í tveimur bindum eftir skoska heimspekinginn David Hume. Það kom fyrst út á árunum 1741-1742. Gagnrýnendur tóku ritinu betur en fyrra riti Humes Ritgerð um mannlegt eðli. Ritið var endurútgefið nokkrum sinnum og var þá ritgerðum ýmist bætt við eða sleppt úr upphaflegu útgáfunni.

Árið 1758 voru ritin Orðræður um stjórnmál (e. Political Discourses) sem kom fyrst út árið 1752 og Fjórar ritgerðir (e. Four Dissertations) sameinuð Ritgerðum um siðferði og stjórnmál. Að því tilefni var titlinum breytt í Essays, Moral, Political and Literary eða Ritgerðir um siðferði, stjórnmál og bókmenntir.

Ritgerðirnar fjalla meðal annars um smekk fólks, hjátrú, ást og hjónabönd, fjölkvæni og skilnaði, prentfrelsi, borgaralegt frelsi, uppruna yfirvaldsins, sjálfstæði þingsins, stjórnmálaflokka, verslun, skatta, græðgi og fyrirmyndarríkið.

Tenglar

breyta