Rindal
Rindal er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins Rindal í Þrændalögum í Noregi. Í byggð eru 704 íbúar og í sveitarfélaginu 1.980 (2022). Rindal er staðsett í suðvesturhluta fylkisins, 145 metra hæð yfir sjávarmáli, 55 km suður af Orkanger og 95 km suðvestur af Þrándheimi.
Auk verslunar og þjónustugreina er opinber stjórnsýsla og þjónustuveiting, málm-, timbur- og matvælaiðnaður og hótel á staðnum. Í miðjum bænum er fjölnotahúsið Rindalshuset með íþróttahúsi, skotvelli, sundlaug, gufubaði, bíósal (Attanova), fræðasetri, söluturni, skrifstofuaðstöðu og bókasafni.
Nálægt Rindalshuset er Rindal grunn- og framhaldsskóli, Rindal leikskólinn og Rindal þorpssafn.
Við Kirklandet í Rindal er Rindalskirkja, krosskirkja í timbri í nýgotneskum og svissneskum stíl, byggð 1874.