Reykdalsvirkjun
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Reykdalsvirkjun er var reyst árið 1904 og er fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Stífluna smíðaði Jóhannes J. Reykdal (1874-1946) trésmiður. Hann réðst í að smíða hana í Hamarskotslæk í nánd við Hörðuvelli í Hafnarfirði. Þetta stórvirki vann hann einn og óstuddur, en fékk Halldór Guðmundusson (1874-1924), fyrsta íslenska rafvirkjann, til þess að tengja raforkuvirkin fyrir sig. Það var 12. des. 1904 sem Hafnarfjörður varð fyrsti raflýsti bærinn á Íslandi þegar rafljós voru kveikt í nokkrum. Í Reykdalsvirkjun var fyrsti rafallinn 9 kW 230 volta rakstraumsrafall frá Frognerkilens Fabrik í Ósló. Hann snérist 620 snúninga á mínútu og vó 1,5 tonn. Árið 1906 virkjaði Jóhannes enn við Hamarskotslæk og nú með 37 kW rafali. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær þessa stöð þá voru um 16 húsveitur með 150 lampastæðum voru tengdar við hana.