Rekaviður

Rekaviður er viður sem rekið hefur á land með sjávarstraumum.

Rekaviður við Herdísarvík, nálægt Krísuvík um 1900.

Rekaviður á ÍslandiBreyta

Rekaviður sem berst á land á Íslandi hefur ávallt verið talinn mikilvæg hlunnindi. Á Ströndum eru til dæmis margar góðar rekajarðir. Kirkjujarðir og stórbýli víða um land áttu ítök í rekanum um aldir og höfðingjar sóttu langt að til að sækja við til bygginga. Oft voru askar smíðaðir úr rekaviði.

Talið er að rekaviðurinn berist alla leið frá ströndum Síberíu. Af volkinu í sjónum verður hann gegnsýrður af salti sjávar og fær þannig náttúrulega vörn gegn fúa. Rekaviður er því oft á tíðum afbragðs smíðaviður.

RekaviðartegundirBreyta

 • blóðeik er rauðleitur rekaviður. Sagt var að ef slíkur viður var notaður í skip taldi þjóðtrúin að það myndi farast. Talinn manndrápsviður.
 • blóðselja er samskonar viður og blóðeikin. Eftilvill sú sama.
 • gráselja
 • hvítfura
 • hvítselja talin ótæk til allrar skipasmíði.
 • linfura
 • rauðaviður rauðleitur rekaviður. Einnig nefndur rauðviður. Sennilega lerki.
 • selja var talin hinn auðvirðilegasti allra viða, en var nothæf til rafta í skepnuhús. Af seljunni voru til margar tegundir, svo sem vindselja, hvítselja og aspselja.
 • sjávarbörkur er næfrakolla, sjórekin trjábörkur (brenndur innanhúss til að gera góða lykt).
 • slorselja sú trú virðist hafa verið almenn að forðast bæri allan kleyfgerðan meyruvið í báta, en það voru allar tegundir af selju, nema slorselja.
 • þinill er sérstök (hörð) rekaviðartegund.
 • þinur er hörð, rauðleit rekaviðartegund.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.