Reif serían
Reif-serían var vinsæl safnplötusyrpa á Íslandi á 10. áratugnum. Serían hafði að geyma fimmtán titla, ásamt tveimur tvöföldum plötum, sem komu út á árunum 1992 til 1997. Plöturnar voru kenndar við reif-partý senuna sem var vinsælt undirmenningarfyrirbæri í Evrópu upp úr 1990. Reif-serían hafði þó ekki eingöngu að geyma þá danstónlist sem tilheyrir reif-partý menningunni. Plöturnar innihéldu mest erlenda flytjendur en þó nokkra íslenska inn á milli.
Íslensku flytjendurnir voru hljómsveitir á borð Bong, Tweety, Pís of keik, Fantasía og Gigabyte.
Reif-plöturnar voru eftirtaldar (í útgáfuröð)
breyta- Reif í fótinn (1992)
- Reif í tætlur (1993)
- Reif á sveimi (1993)
- Reif í tólið (1994)
- Reif í staurinn (1994)
- Reif í sundur (1994)
- Reif í skeggið & Dans(f)árið ’94 (1994) (tvöföld plata)
- Ringulreif (1994)
- Reif í kroppinn (1995)
- Reif í runnann (1995)
- Reif í budduna: Velkomin í partýið / Velkomin í reifið (1995) (tvöföld plata)
- Reif í skóinn (1995)
- Reif í botn (1996)
- Reif í pakkann (1996)
- Reif í fíling (1997).