Reiðmennirnir fjórir

Reiðmennirnir fjórir eru fjórar verur sem eru kallaðar fram við heimsenda til að valda eyðileggingu samkvæmt Biblíunni. Þeir koma fram í Nýja testamentinu í Opinberunarbókinni, sjötta kafla (Opinberun Jóhannesar 6:1-7).[1] Aðeins sá síðasti þeirra, Dauðinn, er nefndur í textanum, en þeir eru oft túlkaðir sem persónugervingar hernáms (Zelos), stríðs (Ares), hungurs (Limos) og dauða (Þanatos). Hver reiðmaður ríður hesti af tilteknum lit. Í íslenski þýðingu Biblíunnar er sagt að Dauðinn ríði bleikum hesti, og er þá átt við að hann ríði fölum eða ljósgráum hesti (gríska: χλωρός khlóros „öskugrár“, „gulgrænn“).[2]

Reiðmenn opinberunarinnar eftir Viktor Vasnetsov frá 1887.

Tilvísanir

breyta
  1. „Opinberun Jóhannesar 6. kafli“. Biblía 21. aldar. Hið íslenska biblíufélag.
  2. Morris, Leon (1988). The Book of Revelation: An Introduction and Commentary (2. útgáfa). Leicester, England: Inter-Varsity Press. bls. 100–105. ISBN 0-8028-0273-7.
   Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.