Rede Integrada de Transporte

Þrískiptir liðvagnar á grænu línunni á Marechal Floriano-biðstöðinni.

Rede Integrada de Transporte (portúgalska: samhæft flutningsnet) er hraðvagnakerfi í Curitiba í Brasilíu. Það hóf starfsemi árið 1974 og er talið elsta slíka kerfið í heimi. Kerfið rekur 157 tvískipta og 29 einskipta liðvagna sem ganga á sérakreinum eftir 6 leiðum. Fjöldi biðstöðva er 21 og útgangur frá biðstöð í vagn er um lítinn ramp þannig að ekkert bil er á milli. Fargjöld eru greidd fyrirfram. Kerfið flytur 2,3 milljónir farþega á dag.

Höfundur kerfisins er arkitektinn Jaime Lerner sem stakk upp á því á síðari hluta 7. áratugarins. Kerfið gerði ráð fyrir nýrri tegund af gatnahönnun með tvær einstefnugötur sitt hvoru megin við tvær sérakreinar fyrir hraðvagnakerfið. Kerfið þótti afar vel heppnað og varð fyrirmynd að hraðvagnakerfum sem byggð voru um alla Suður-Ameríku næstu ár. Nú eru hundruð slíkra samgöngukerfa í notkun um allan heim.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.