Reaction Engines A2

Reaction Engines A2 eða A2 er hönnun á flugvél, teiknuð af breska fyrirtækinu Reaction Engines limited sem getur ferðast á fimmföldum hljóðhraða (Mach 5). Flugvélin er hönnuð með það í huga að fljúga frá alþjóðaflugvellinum í Brussel á Mach 0,9 út yfir Norður-Atlantshaf, auka þar hraðan upp í Mach 5 yfir Norðurpólnum, fljúga yfir Kyrrahaf og þaðan til Ástralíu á aðeins 4,6 klukkustundum. Miðaverð ætti að vera svipað og á miðum á vildarfarrými í öðrum flugvélum. Hönnunin er nú í skoðun hjá LAPCAT, verkefni hjá Evrópusambandinu sem skoðar möguleikann á því að byggja flugvél sem getur flogið á Mach 4-8 frá Brussel til Sydney. Reaction Engines Limited segja að vélin gæti verið fullkláruð innan 25 ára ef markaður er fyrir hana.