Naltrexón

(Endurbeint frá ReVia (lyf))

Naltrexón (markaðssett undir heitunum Revia og Depade) er lyf sem er öflugur ópíatatablokki sem þýðir að það bindur sig við ópíataviðtakana í frumunum og er vanalega ávísað við meðferð á opíatafíkn, þar sem það getur haldið niðri áhrifum opíata eins og heróíns og eins er það notað við meðferð á alkahólisma.

Uppbygging Naltrexóns.

Þessir viðtakar sem naltrexón blokkar myndu annars binda hin náttúrulegu verkjastillandi efni sem líkaminn framleiðir svo sem endorfín og morfín.

Lyfið var þróað upp úr 1970 í vegna eftirspurnar eftir áhrifaríkri meðferð við heróínfíkn. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur samþykkt notkun á naltrexóni í háum skömmtum (50 mg) við ópíatafíkn og við afvötnun frá öðrum eiturlyfjum.

Sjá einnig

breyta

Heimildir

breyta