Rauðnefjuð uxaspæta
Rauðnefjuð uxaspæta (fræðiheiti: Buphagus erythrorhynchus) er spörfuglstegund af starraætt sem er að finna á gresjunum sunnan Sahara, frá Mið-Afríkulýðveldinu, austur til Súdan og alveg suður til norður og austurhluta Suður-Afríku.
Rauðnefjuð uxaspæta | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Buphagus erythrorhynchus Stanley, 1814 | ||||||||||||||
Rauðnefjaða uxaspætan gerir sér hreiður í trjáholum sem hún fóðrar með hárum af þeim skepnum sem hún kemst í tæri við. Hún verpir 2-5 eggjum, eða 3ur að meðaltali. Á pörunartíð myndar rauðnefjaða uxaspætan miklar og háværar suðagöngur. Hún lifir á skordýrum, og nafn hennar vísar til þess að hún hefst mikið við á búpeningi og villtum spendýrum og borðar af þeim blóðmaura. Uppáhaldfæða hennar er þó blóð og þó hún borði blóðmaura sem eru bólgnir af slíku, þá nærist hún einnig með því að gogga í sár spendýra og heldur þeim þannig opnum og greiðir fyrir aðgengi sníkjudýra og sjúkdóma.