Rauðhetta (2011 kvikmynd)
Rauðhetta (enska: Red Riding Hood) er bandarísk hryllingsmynd sem Catherine Hardwicke leikstýrir. Amanda Seyfried, Shiloh Fernandez, Virgina Madsen, Julie Christie og Gary Oldman fara með aðalhlutverk í myndinni sem frumsýnd var þann 11. mars 2011.
Rauðhetta | |
---|---|
Red Riding Hood | |
Leikstjóri | Catherine Hardwicke |
Handritshöfundur | David Leslie Johnson |
Framleiðandi | Leonardo DiCaprio Jennifer Davisson |
Leikarar | Amanda Seyfried Gary Oldman |
Frumsýning | 11. mars 2011 11. mars 2011 |
Tungumál | enska |
Myndin fjallar um fallega unga stúlku, Valerie, sem er ástfangin af utangarðsmanni en foreldrar hennar hafa gert ráðstafarnir til þess að hún giftist ríkum manni í þorpinu. Á sama tíma gengur fjöldamorðingi laus í þorpinu sem reynist vera varúlfur og er mennskur að degi til en blóðþyrstur úlfur að nóttu til.
Rauðhetta er að hluta til byggð á þjóðsögunni Rauðhetta sem er yfir 700 ára gömul. Hugmyndin að myndinni kom frá Leonardo DiCaprio eftir að Twilight var frumsýnd árið 2007 og var hann framleiðandi myndarinnar.