Rauðberjalyng (fræðiheiti: Vaccinium vitis-idaea) er sígrænn dvergrunni af bjöllulyngs-ættkvíslinni. Það vex víða í barrskógabeltinu ogá norðurhveli og í heimskautabeltinu.[1] Á Íslandi hefur það aðallega fundist á Austurlandi,[2] frá Reyðarfirði til Djúpavogs.[3] Vegna þess hve það líkist sortulyngi gæti það verið mun víðar. Nýlegir fundarstaðir í nýskógum[4] benda til að hluti komi með trjáplöntum.[5] Kjörlendi er rakur jarðvegur, gjarnan súr og að sumarhiti sé ekki mikill.[6] Plantan breiðist út með rótarskotum og er það fljótlegasta leiðin til að greina hana frá sortulyngi sem vex upp af einum stöngli.

Rauðberjalyng

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Bjöllulyng (Vaccinium)
Undirættkvísl: Vaccinium sect. Vitis-idaea
Tegund:
V. vitis-idaea

Tvínefni
Vaccinium vitis-idaea
L. 1753
Samheiti
  • Myrtillus exigua Bubani
  • Rhodococcum vitis-idaea Avrorin
  • Vaccinium jesoense Miq.
  • Vitis-idaea punctata Moench
  • Vitis-idaea punctifolia Gray
  • Rhodococcum minus (Lodd., G.Lodd. & W.Lodd.) Avrorin
  • Vaccinium vitis-idaea var. minus Lodd., G.Lodd. & W.Lodd.
  • Vitis-idaea punctata var. minor (Lodd., G.Lodd. & W.Lodd.) Moldenke

Á Íslandi þroskast berin yfirleitt ekki fyrr en seint í september, en uppskera mjög misjöfn. Berin eru gríðarlega vinsæl þar sem plantan vex og eru nýtt bæði í sultur og saft.

Afbrigði

breyta
 
Vaccinium vitis-idaea var. minus (í Alaska)
 
Vaccinium vitis-idaea var. vitis-idaea í fléttu (í Svíþjóð)

Það eru tvö svæðisbundin afbrigði eða undirtegundir af rauðberjalyngi, annað í Evrasíu og hitt í N-Ameríku, og munar helst á blaðstærð:

  • V. vitis-idaea var. vitis-idaea L.—syn. V. vitis-idaea subsp. vitis-idaea.
    . Evrasía. Blöðin eru 10 - 30 mm löng.
  • V. vitis-idaea var. minus Lodd.—syn. V. vitis-idaea subsp. minus (Lodd.) Hultén.
    . Norður-Ameríka. Blöðin eru 5 - 18 mm löng.[7]

Rauðberjalyng myndar stundum blending með aðalbláberjalyngi í Evrópu: Vaccinium × intermedium Ruthe.[8]

Tengt efni

breyta

Tengill

breyta
  1. „Vaccinium vitis-idaea L. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 2. nóvember 2023.
  2. „Flóra Íslands Flóran Blómplöntur“. www.floraislands.is. Sótt 2. nóvember 2023.
  3. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 2. nóvember 2023.
  4. Skógræktin. „Rauðber berast um landið“. Skógræktin. Sótt 2. nóvember 2023.
  5. „Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea) | Icelandic Institute of Natural History“. www.ni.is. Sótt 2. nóvember 2023.
  6. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 2. nóvember 2023.
  7. Flora of North America: Vaccinium vitis-idaea
  8. „Vaccinium × intermedium Ruthe | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 2. nóvember 2023.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.