Rauða fjöðrin
Rauða fjöðin er barmmerki, sem Lionshreyfingin á Íslandi notar í tengslum við fjölmörg sameiginleg verkefni innanlands og á Norðurlöndunum.
Alþjóðahreyfing Lionsklúbba hefur allt frá stofnun beitt sér fyrir verkefnum er snúa að sjónvernd auk annarra verkefna sem þörf hefur verið fyrir. Það var Helen Keller sem árið 1925 vakti áhuga félaga í Lionshreyfingunni á málefnum blindra. Til minningar um þennan atburð er fyrsti dagur júnímánaðar dagur Helen Keller innan Lionshreyfingarinnar.
Íslenskir Lionsfélagar hafa einnig lagt málefnum blindra lið m.a. með fjárhagslegum stuðningi við fjölmörg verkefni er tengjast blindum.
Safnanir
breytaUndir merkjum rauðrar fjaðrar hefur Lionshreyfingin á Íslandi safnað fé til margvíslegra verkefna.
- Árið 1972 safnað fyrir tækjum á augndeild Landakotsspítala
- Árið 1976 safnað fyrir tannlækningatækjum vegna þroskaheftra
- Árið 1980 safnað fyrir tækjabúnaði á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans
- Árið 1985 safnað fyrir línuhraðall á Landspítalanum (notaður til 2004)[1]
- Árið 1989 safnað fyrir Hlein, sambýli fjölfatlaðara á Reykjalundi
- Árið 1995 safnað fé til stuðnings við gigtarannsóknir[2]
- Árið 1999 safnað fé á öllum norðurlöndunum sem rann til margvíslegra rannsókna á öldrun og til ýmissa verkefna á fjölmörgum stofnunum fyrir aldraða.
- Árið 2007 safnað fé fyrir kaupum og þjálfun á 4 blindrahundum
- Árið 2011 safnað fé til að styðja við hönnun á talgervli í samvinnu við Blindrafélagið
Heimildir
breyta- ↑ Nýr línuhraðall á landspítala Morgunblaðið
- ↑ Gigtarrannsóknir og þjóðarhagur Gigtarfélag Íslands hefur komið á laggirnar Morgunblaðið