Ranakollur er skriðdýrstegund sem er eingöngu til á Nýja Sjálandi. Hún tilheyrir ætt þar sem hún er eina núlifandi tegundin. Á miðlífsöld mátti finna tegundir ættarinnar bæði á landi og í sjó og voru þær bæði skordýraætur og jurtaætur.

Ranakollar
Ranakolli
Ranakolli
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Skriðdýr (Reptilia)
Ættbálkur: Sphenodontia[1]
Ætt: Sphenodontidae
Ættkvísl: Sphenodon
dökk rauður: dreifing ættkvíslarinnar (Norðurey Nýja Sjálands)
dökk rauður: dreifing ættkvíslarinnar (Norðurey Nýja Sjálands)

Ranakollar hafa verið friðaðir síðan 1985. Þeir eru 60 cm löng næturdýr. Þeir halda virkni þótt líkamshiti þeirra fari allt niður í 6 °C en nota sólina til að hækka líkamshitann á daginn. Lifa einkum á hryggleysingjum og einstaka smáhryggdýrum. Hafa tvær tannraðir í efra gómi. Lifa í holum þá gjarnan gömlum sjófuglaholum.

Heimildir

breyta
  1. „Tuatara“. Department of Conservation, Wellington, New Zealand. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2011. Sótt 28 Júní 2009.