Rajnath Singh

Indverskur stjórnmálamaður

Rajnath Singh (fæddur 10. júlí 1951) er indverskur stjórnmálamaður sem gegnir starfi varnarmálaráðherra Indlands. Hann er fyrrverandi forseti Bharatiya Janata-flokksins (BJP). Hann hefur áður gegnt starfi aðalráðherra Uttar Pradesh og verið samgönguráðherra og síðan landbúnaðarráðherra í stjórnum Atal Bihari Vajpayee.[1] Hann var innanríkisráðherra í fyrsta ráðuneyti Narendra Modi. Hann hefur einnig gegnt embætti forseta BJP tvisvar, þ.e. 2005 til 2009 og 2013 til 2014.[2] Hann er fyrrum leiðtogi BJP og hóf feril sinn sem meðlimur í hindúsku sjálfboðahernaðarsamtökunum Rashtriya Swayamsevak Sangh. Hann er talsmaður hindúsku þjóðernishugmyndafræðinnar Hindutva innan flokksins.[3]

Rajnath Singh
Varnarmálaráðherra Indlands
Núverandi
Tók við embætti
31. maí 2019
ForsetiRam Nath Kovind
Droupadi Murmu
ForsætisráðherraNarendra Modi
ForveriNirmala Sitharaman
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. júlí 1951 (1951-07-10) (73 ára)
Bhabhaura, Chandauli, Uttar Pradesh, Indlandi
StjórnmálaflokkurBharatiya Janata-flokkurinn
MakiSavitri Singh
Börn3, þ. á m. Pankaj Singh
HáskóliGorakhpur-háskóli (M.Sc. í eðlisfræði)
AtvinnaStjórnmálamaður, fyrirlesari
VefsíðaOpinber heimasíða

Hann hefur verið þingmaður á neðri deild indverska þingsins, Lok Sabha, tvisvar fyrir kjördæmið Lucknow og einu sinni fyrir kjördæmið Ghaziabad.[4] Hann var einnig virkur í stjórnmálum Uttar Pradesh og sat lengi á löggjafarþingi þess fyrir kjördæmið Haidergarh og var tvisvar sinnum aðalráðherra fylkisins.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. „Meet the men and women who will run India for the next 5 years - Ministry of utmost prowess“. The Economic Times. Sótt 21. október 2020.
  2. „Zee News - Profile: Rajnath Singh“. web.archive.org. 30. september 2007. Afritað af uppruna á 30. september 2007. Sótt 21. október 2020.
  3. „Rajnath Singh | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 21. október 2020.
  4. „Rajnath Singh: Rajnath Singh BJP from LUCKNOW in Lok Sabha Elections | Rajnath Singh News, images and videos“. The Economic Times. Sótt 21. október 2020.
  5. DelhiJanuary 23, India Today Online New; January 23, 2013UPDATED:; Ist, 2013 12:12. „Who is Rajnath Singh?“. India Today (enska). Sótt 21. október 2020.