Ragnar Bjarnason - Úti í Hamborg
Ragnar Bjarnason - Úti í Hamborg er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytja Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans fjögur lög. Forsíðumyndina tók Kristján Magnússon.
Ragnar Bjarnason - Úti í Hamborg | |
---|---|
![]() | |
![]() Bakhlið | |
SG - 526 | |
Flytjandi | Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans |
Gefin út | 1967 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
LagalistiBreyta
- „Úti í Hamborg“ - Lag og texti: Jón Sigurðsson
- „Þarna fer ástin mín“ - Lag - texti: D. Drazier — Jóhanna Erlingsson
- „Yndælar stundir með þér“ - Lag - texti: Jón Sigurðsson — Jóhanna Erlingsson
- „Hafið lokkar og laðar“ - Lag - texti: Sutton, Sherill — Jóhanna Erlingsson
Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta
Árið 1967 samdi Jón Sigurðsson bankamaður revíuna „Úr heiðskýru lofti." Hún var aðeins sýnd í örfá skifti, en nógu oft til þess, að Ragnar Bjarnason heyrði lagið „Úti í Hamborg" á einni sýningunni og nokkrum vikum síðar söng Ragnar lag þetta í sjónvarpsþætti og vakti lagið þó nokkra athygli. Þar söng Jón Sigurðsson lagið með Ragnari. En það var ekki Jón Sigurðsson bankamaður heldur Jón Sigurðsson bassaleikari, sem þá var í hljómsveit Ragnars.
Jón Sigurðsson bankamaður hefur áður samið lög, sem kunn hafa orðið svo sem „Einsi kaldi úr Eyjunum " að ógleymdum öllum hans ágætu textum, sem eru óteljandi. Segir nú ekki meir af Jóni Sigurðssyni, bankamanni hér. Hins vegar skal nánar greint frá Jóni Sigurðssyni, bassaleikara. Hann syngur að sjálfsögðu „Úti í Hamborg" með Ragnari auk þess sem hann útsett: öll lögin á plötunni og samdi eitt þeirra. Síðan var það kona Jóns, Jóhanna Erlingsson, sem gerði hvorki meira né minna en þrjá texta á þessari plötu hvern öðrum betri. Segir nú ekki meir af Jóni Sigurðssyni bassaleikara, því nú er kominn tími til að setja plötuna á fóninn og hlusta á hinn ágæta söng Ragnars Bjarnasonar. |
||
Úti í HamborgBreyta
- Manstu kvöldin okkar út í Hamborg,
- og ævintýrin mörgu út í Hamborg
- Þar gerðist ýmislegt sem einginn veit um
- og aldrei skulum neinum segja frá
- Þú eltir allar stelpur út í Hamborg
- o, ho ekki varstu betri út í Hamborg
- Er lagleg hnáta leyndist þar á kvöldin,
- já lífið var sem dans á rósum þá.
- Við dönsuðum og sungum þar til dagur risinn var
- og kreistum fast og kysstum allar kátustu stelpurnar.
- Já, ég vild’ ég væri ennþá út í Hamborg
- ég ennþá er með hugann út í Hamborg
- En kjaftaður bara ekki upp úr svefni
- því enginn okkar syndir vita má.
- Ljótt var er þú lentir inn í steininn
- o, þeir lokuðu mig þar inn árast beinin.
- Hvern fjárann varstu að fara inn um gluggann
- ha, nú, ég fór að hitta kvenmann svei mér þá
- En því gast’ ekki gengið inn um dyrnar
- o, sú gamla var sem hundur, bál og þyrnar.
- En dóttirin var dásamleg það sver ég
- og dúnmjúk hvar sem tók ég henni á.
- Já en löggan sá á eftir mér og óðar komin var
- mér ekkert þýddi að segja, því þeir skyldu mig ekki þar
- Já, ég vild’ ég væri ennþá út í Hamborg
- ég ennþá er með hugann út í Hamborg
- En kjaftaður bara ekki upp úr svefni
- því enginn okkar syndir vita má.
- En þegar þú varst eftir varð ég hissa
- já, - mér orðið hefur á mörg verri skyssa.
- Því betri nætur enginn Íslendingur
- sér átti nokkurn tím’ í þýskri höfn
- Ég skil ekki ég skyldi koma aftur
- o, ja, sko þú varst orðinn bölvaður fylleraftur
- En segðu mér, með hverri varst’ að (uss hættu)
- ég held sko kjafti núna um öll nöfn
- Mér fannst það hlyti að vera eitthvað undarlegt við það
- nú ef þú ert með stæla, skal ég spæla þig í spað. (O, svona).
- Ég vild’ ég væri ennþá út í Hamborg
- ég ennþá er með hugann út í Hamborg
- Já en kjaftaður bara ekki upp úr svefni
- því enginn okkar syndir vita má,
- því enginn okkar syndir vita má.
- („Nei, sérðu þessa, mikið gasalega er hún hugguleg“
- „ég á eftir henni“, „nhei, góði, ég sá hana fyrst“.)