Tölvupóstur
(Endurbeint frá Rafpóstur)
Tölvupóstur eða rafpóstur er rafrænn samskiptamáti sem notast við Internetið. Hann gerir mögulegt að senda stafræn skeyti, með aðstoð SMTP samskiptastaðalsins, á milli manna sem hafa gild netföng. Mörg netfyrirtæki sjá hag sinn í því að bjóða upp á ókeypis netföng, t.d. Hotmail, Yahoo! og Gmail.