Þverbanda hjólbarði
(Endurbeint frá Radíaldekk)
Þverbanda hjólbarði eða radíaldekk er tegund af hjólbarða þar sem strigalög og vírar liggja þvert á akstursstefnuna. Með þessu fæst slitsterkari snertiflötur (bani) og sveigjanlegar hliðar. Þverbanda hjólbarðar „dala“ því meira en skábanda hjólbarða (diagonal dekk) og dreifa þannig álagi og þyngd betur á undirlagið. Aftur á móti eru hliðarnar viðkvæmar gagnvart oddhvössum hlutum. Hjólbarðarnir eru notaðir bæði á bíla og dráttarvélar en síður á vagna vegna þess hve miklu dýrari þeir eru en skábanda hjólbarðar.
Þverbanda hjólbarðar voru fundnir upp af Michelin fyrirtækinu og komu fyrst á markað árið 1946.[1]
Kostir og gallar
breytaKostir við að nota þverbanda hjólbarða:
- Betra veggrip þar sem snertiflöturinn eykst með mýkri hliðum
- Lengri líftími vegna þess hve stöðugt það er á vegi eða undirlagi. Þannig getur þverbanda hjólbarði haft 50% lengri líftíma en skáband
Gallar:
- Radíaldekk missa veggripið mun snöggar en diagonldekk
- Undir 50 km/klst eru þverbanda hjólbarðar óþægilegri vegna þess hversu miklu harðari baninn er og mjúkar hliðarnar eru
- Á minni hraða getur bifreiðin eða dráttarvélin verið þyngri í stýri
Tilvísanir
breyta- ↑ Michelin.is: 1946 – 1954 Uppgangur radíal hjólbarða