RS Tera
RS Tera er 9,5 feta (2,9 metra) löng einmenningskæna hönnuð af enska skútuhönnuðinum Paul Handley árið 2005 og hugsuð sem keppnis- eða æfingabátur fyrir unga siglingamenn. Hún varð alþjóðleg keppnisgerð hjá Alþjóða siglingasambandinu árið 2007. RS Tera er steypt úr hitadeigu plasti og vegur aðeins 33 kg án reiða.