World Sailing er æðsta yfirvald í siglingaíþróttum, einkum keppnum á kænum, kjölbátum, seglbrettum og keppnum með fjarstýrðum seglbátum. Aðilar að sambandinu eru siglingasambönd hinna ýmsu landa. Sambandið var stofnað af Royal Yachting Association í Bretlandi og Yacht Club de France í Frakklandi árið 1907 og hét þá Alþjóða kappsiglingasambandið (International Yacht Racing Union). Árið 1996 breytti sambandið heiti sínu í Alþjóðasiglingasambandið (International Sailing Federation, skammstafað ISAF) og 2015 var nafninu breytt í „World Sailing“. Sambandið stendur fyrir alþjóðlegum mótum í siglingum á Sumarólympíuleikunum og heldur Heimsmeistaramót Alþjóða siglingasambandsins á fjögurra ára fresti (það fyrsta árið 2003). Það heldur utan um styrkleikalista siglingafólks og gefur út Alþjóðlegu kappsiglingareglurnar á fjögurra ára fresti.

Siglingasamband Íslands er aðili að World Sailing sem landssamband siglingafélaga á Íslandi.

Alþjóðleg mót breyta

Ólympíuleikarnir í siglingum breyta

World Sailing ber ábyrgð á keppnum í siglingum á Sumarólympíuleikunum sem eru haldnir á fjögurra ára fresti. Siglingar hafa verið ólympíugrein samfellt frá 1896 ef undan eru skildir Ólympíuleikarnir í St. Louis árið 1904.

Í tengslum við Ólympíuleikana heldur World Sailing heimsmeistaramót í ólympíuflokkunum á fjögurra ára fresti og Heimsbikarkeppnina í siglingum árlega.

Ólympíumót fatlaðra breyta

Keppt hefur verið í siglingum á Sumarólympíuleikum fatlaðra frá 1996. Árið 2016 var keppt í þremur flokkum. Árið 2014 gekk alþjóðasamband í siglingum fatlaðra inn í World Sailing sem nefnd um siglingar fatlaðra.

Heimsmeistaramót í siglingum breyta

Heimsmeistaramót í siglingum eru haldin í yfir 100 flokkum viðurkenndra keppnisgerða báta, oftast í flotakeppni en stundum í bæði flotakeppni og liðakeppni. Þessar keppnir eru haldnar af samböndum viðkomandi bátsgerða en eru samþykktar af World Sailing sem opinberar heimsmeistarakeppnir. Þær fara fram á 4 ára fresti.

Mót á vegum World Sailing breyta

Sérsambönd sem World Sailing viðurkennir breyta

Sérstakir tengdir viðburðir breyta

Viðurkenningar breyta

Á hverju ári útnefnir World Sailing Heimssiglara ársins í karla- og kvennaflokki.

Í Frægðarhöll World Sailing voru árið 2016 13 siglingamenn:

Beppe Croce-verðlaunin eru veitt einum siglingamanni árlega sem þykir hafa lagt mikið af mörkum til íþróttarinnar.

Forsetar breyta

Frá 1907 til 1946 voru forsetar kjörnir á hverjum fundi sambandsins.

Tenglar breyta