Opna aðalvalmynd
Húsdýrahald með aðstoð GPS RFID tækni. Kálfurinn er með búfjármark og gult merki fyrir nautgripahjörðina.

RFID (stendur fyrir radio-frequency identification á ensku) eða rafaldskenni merki eru auðkennimerki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Merkin samanstanda af rafrás sem geymir og vinnur úr upplýsingum og loftneti til að senda og taka á móti upplýsingum. RFID merki eru mikið notuð í smásölu og við birgðahald og hefur verslunarkeðjan Wal-Mart m.a. nýtt sér þessa tækni.

Unnið er að því að þróa og innleiða RFID merkingar í fiskvinnslu á Íslandi svo hægt sé að rekja feril fisks frá veiðum til kaupanda.[1]

TilvísanirBreyta