Hjólabretti
(Endurbeint frá Rúllubretti)
Hjólabretti eða sjaldan rúllubretti er lítið bretti með fjórum hjólum, annaðhvort notað sem ferðamáta eða til afþreyingar. Brettið er yfirleitt gert úr hlynviði þöktum pólýúretanslagi sem ver viðinn og styrkir. Hjólabretti er knúið áfram með annan fót á bretti á meðan hinn ýtir. Það er líka hægt að framkvæma brellur með hjólabretti.