Qalqilya
Qalqilya er borg í Palestínu á Vesturbakkanum. Qalqilyah er stjórnarsetur fyrir svæðið. Flestir íbúar eru bændur og höfðu þeir stöðug samskipti við bændur í Ísrael áður en varnargirðing var sett upp og tala því margir íbúar á þessu svæði bæði hebresku og arabísku. Borgin er sá staður á Vesturbakkanum sem næst er Miðjarðarhafinu og eru 12 km til strandar. Áætlað er að árið 2006 hafi íbúar verið um 38 þúsund. Borgin er umlukið af varnargirðingu Ísraelsmanna.