Pyrrhosarsigur
(Endurbeint frá Pyrrosarsigur)
Pyrrhosarsigur er dýrkeyptur hernaðarsigur. Hugtakið á rætur rekja til sigurs gríska herforngjans Pyrrhosar frá Epíros á Rómverjum í orrustunni við Heracleu 280 f.Kr. og orrustunni við Asculum 279 f.Kr.. Við Heracleu misstu Rómverjar 7000 menn en Pyrrhos missti um 4000; við Asculum misstu Rómverjar um 6000 menn en Pyrrhos um 3500. Aftur á móti var endurnýjun í rómverska hernum mikil en Pyrrhos hafði einungis það lið sem hann hafði leitt til Ítalíu. Sagt er að eftir sigurinn við Asculum hafi Pyrrhos mælt svo: „Einn slíkur sigur enn á Rómverjum, og við erum sigraðir“.