Pumori (nepalska: पुमोरि) er fjall á landamærum Nepal og Tíbet. Það er 8 kílómetrum vestur af Mount Everest og er 7161 metra hátt. Nafnið þýðir fjallsdóttir á tungumáli sjerpa en enski fjallgöngumaðurinn George Mallory gaf því nafn. Pumori er bratt og er mikil hætta á snjóflóðum á því.

Pumori.

Lík tveggja ís­lenskra fjall­göngumann, Krist­ins Rún­ars­son­ar og Þor­steins Guðjóns­son­ar, fund­ust við fjallið árið 2018, rúmum 30 árum eftir að þeir fórust á niðurleið af því árið 1988. [1] Annar Íslendingur, Ari Kristins Gunnarsson, kleif tindinn árið 1991 en fórst líklega í snjóflóði á niðurleið. Hann er ófundinn. [2]


Tilvísanir breyta

  1. Þor­steinn og Krist­inn fundn­ir eft­ir 30 ár Mbl.is. Skoðað 12. nóvember 2018.
  2. Einn Íslendingur enn ófundinn á Pumori Rúv, skoðað 13. nóv. 2018.