Proppé
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Ætt Proppé á Íslandi er kennd við ættföðurinn Claus Eggert Dietrich Proppé (f. 24. júlí 1839, d. 14. september 1898). Claus Eggert Dietrich Proppé fæddist í Neumünster, Holstein í Þýskalandi. Foreldrar hans voru Carl Heinrich Proppe gestgjafi í Neumünster og kona hans Dorothea Proppe, fædd Reese. Claus Eggert Dietrich Proppé nam bakaraiðn í Kiel og lauk þar sveinsprófi 5. apríl 1858. Eftir að hafa lokið námi vann hann við iðn sína í Flensborg, Eutin og Hamborg þar til 1868. Eftir að til Íslands kom vann hann fyrstu sjö árin í Bernhöftsbakaríi í Reykjavík, en flutti til Hafnarfjarðar 1875 og stofnaði þar Havnefjords-bageri, oftast nefnt Proppé-bakarí, í félagi við Knudtzonsverslun. Síðar keypti hann hlut Knudtzons og rak brauðgerðarhúsið í eigin nafni til dauðadags. Proppé-bakarí stóð á Hamarskotsmöl, nánar tiltekið á þáverandi sjávarkambi rétt neðan og sunnan við þann stað þar sem Hafnafjarðarkirkja stendur nú og stuttu vestar á kambinum en gömlu húsin sem nú hýsa Fjörukránna. Claus Eggert Dietrich Proppé var einn af stofnendum Sparisjóðs Álftaneshrepps 27. nóvember 1875, sem varð Sparisjóðurinn í Hafnarfirði þann 15. janúar 1884, og var hann einn af níu ábyrgðarmönnum sparisjóðsins þar til hann lést. Hann kvæntist Helgu Jónsdóttur 15. desember 1875. Claus Eggert Dietrich Proppé lést um aldur fram í september 1898. Hafði hann þá búið á Íslandi í 30 ár.
Niðjar
breyta- Carl Friedrich Proppé
- Jón Adolph Proppé
- Hallfríður Jóhanna Proppé
- Dóróthea Bóthildur Proppé
- Anton Wilhelm Proppé
- Ólafur Jóhann Proppé
- Jóhannes Harald Proppé
- Brynjar Proppé
- Anton Proppé