Priapos eða Priapus var völsastórt goð frjósemdar og einnig garða í grískri goðafræði. Hann var allra mest tignaður í héruðunum við Hellusund.

Freska af Priapos, Hús tveggja Vettiusa, Pompeii.

Hann réð fyrir frjóvgun akra og kvikfénaðar og var talinn sonur Díonýsosar og Afródítu. Sumar heimildir nefna Hermes eða Adonis sem föður hans. Líkneski hans voru reist í görðum og vínbrekkum til heilla.

Rómversk útgáfa Priaposar nefndist: Mutinus Mutunus.

Ein frægasta mynd af honum er úr Húsi tveggja Vettiusa í Pompei. Á henni vigtar Priapos völsa sinn með reislu á móti sekk sem er fullur af peningum, og svo virðist sem völsinn vegi þyngra.

Heimildir

breyta
  • Jón Gíslason, Goðafræði Grikkja og Rómverja