Priapos
Priapos eða Priapus var völsastórt goð frjósemdar og einnig garða í grískri goðafræði. Hann var allra mest tignaður í héruðunum við Hellusund.
Hann réð fyrir frjóvgun akra og kvikfénaðar og var talinn sonur Díonýsosar og Afródítu. Sumar heimildir nefna Hermes eða Adonis sem föður hans. Líkneski hans voru reist í görðum og vínbrekkum til heilla.
Rómversk útgáfa Priaposar nefndist: Mutinus Mutunus.
Ein frægasta mynd af honum er úr Húsi tveggja Vettiusa í Pompei. Á henni vigtar Priapos völsa sinn með reislu á móti sekk sem er fullur af peningum, og svo virðist sem völsinn vegi þyngra.
Heimildir
breyta- Jón Gíslason, Goðafræði Grikkja og Rómverja