Díonýsosforngrísku Διόνυσος eða Διώνυσος) var í grískri goðafræði guð víns, ölvunar, frjósemi og innblásturs. Dýrkun hans er upprunnin í Þrakíu og breiddist þaðan út.[1]

Marmarastytta af Díonýsosi frá 2. öld.

Díonýsos var sonur Seifs og Semele, dóttur Kadmosar konungs, en í sumum heimildum er hann sagður sonur Seifs og Persefónu.[1] Hann þekktist einnig undir nafninu Bakkos (Βάκχος) og Bakkus í rómverskri goðafræði. Díonýsos var verndarguð leikhússins. Einkennistákn hans er vín, pardus og geithafur.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,0 1,1 Stefán Jónsson. „Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?“. Vísindavefurinn 9.7.2002. http://visindavefur.is/?id=2577. (Skoðað 23.3.2009).

Ítarefni

breyta
  • Seaford, Richard. Dionysos (Oxford: Routledge, 2006).
  • Taylor-Perry, Rosemarie. The God Who Comes: Dionysian Mysteries Revisited (New York: Algora Press, 2003).

Tenglar

breyta
  • „Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?“. Vísindavefurinn.
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.