Pottbrauð (pottkaka eða drymbi) er (seytt) rúgbrauð bakað í eða undir potti, oft í hlóðum við glóð. Áður en eldavélar komu, voru rúgbrauðin bökuð undir pottinum. Það krafðist mikillar kunnáttu og nákvæmni ef vel átti að takast, þ.e. að hafa glóðina jafna um pottinn og byrgja hann síðan á þann veg, að ekki gæti dregið úr hitanum á einum stað frekar en öðrum. Ekkert súrdeig var haft í pottbrauðin, en oft bleytt í þeim með mysu eða sýrublöndu í stað vatns, og bökuð svo rauðseydd, og voru þá lin og ilmandi.

Stundum voru pottkökur kryddaðar með kúmeni.Algengast var að baka þau með að leggja járnhellu yfir glæður og setja brauðdeigið á það og hvolfa svo potti yfir og skara svo að glóð. Þaðan er komið orðatiltækið "að skara eld að sinni köku". Pottkökur voru oft skreyttar öðru megin með flúri sem konur teiknuðu með spónarskafti eða stíl. Stundum voru þær flattar út á brauðmóti með spegilskrift svo að úr mátti lesa málshætti eða vísuparta. Slíkar kökur voru oft bakaðar til vinargjafa og voru algengar orlofsgjafir á 19. öld.

Heimild

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.