Postulínsturninn í Nanjing

Postulínsturninn í Nanjing var hluti af Bao’en hofinu í borginni Nanjing í Kína. Turninn var sögulegt kennileiti sem var staðsett á suðurbaka Qinhuai árinnar í Nanjing. Hann var reistur á 15. öld á þeim tíma sem Ming fjölskyldan réð ríkjum. Hann var eyðilagður á 19. öld í Taiping-uppreisninni.

Teikning af postulínsturninum

Postulínsturninn var hannaður af Zhu Di keisara. Fyrsti vesturlandabúinn sem uppgötvaði turninn var evrópski ferðamaðurinn Johan Nieuhof[1]. Turninn er stundum talinn vera eitt af sjö fornu undrum veraldar og margir bæði innan Kína og utan telja hann vera þjóðargersemi. Árið 1801 sló eldingu niður í turninn og fjórar efstu hæðirnar eyðilögðust. Þær voru þó fljótlega endurbyggðar.

Turninn var átthyrndur og þvermál hans var 30 metrar. Á tímabili var turninn hæsta bygging í Kína, en hann var 79 metra hár á níu hæðum og stiginn upp á efstu hæð var 184 þrep. Ofan á turninum var gylltur ananas. Samkvæmt bandarískum trúboða sem kom til Nanjing árið 1852 voru áætlanir um að bæta við fleiri hæðum. Mjög fá kínversk hof voru hærri en turninn. Nefna má Liaodi hofið í Hebei sem er 84 metrar á hæð og timburhofið af Chang’an sem var 100 metrar á hæð.

Turninn var byggður úr hvítum postulínskubbum sem áttu að endurkasta geislum sólarinar, og á kvöldinn var hann lýstur upp með allt að 140 lömpum. Turninn var glerjaður og litaður með blöndu af grænum, gulum, brúnum og hvítum litum á hliðunum. Einnig voru máluð dýr, blóm og landslagmyndir til að skreyta turninn. Einnig var hann skreyttur með mörgum Búddatrúarmerkjum.

Tilvísanir

breyta
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.