Pollurinn (Skutulsfirði)

Pollurinn í Skutulsfirði er innan eða suðvestan af Skutulsfjarðareyri sem gengur fram af Eyrarfjalli [1]. Eyrin gengur út í um miðjan fjörð, sveigir síðan inn fjörðinn og afmarkar þannig ásamt Eyrarfjalli þrjár hliðar Pollsins[2]. Pollurinn er um 4,5 km² að flatarmáli og 10 til 20 m djúpur en dýpi norðan eyrarinnar er innan við 5 m. [3] Skutulsfjarðareyri myndast, eins og aðrar eyrar í fjörðum, þar sem hindrun verður á setflutningi inn fjörðinn vegna fyrirstöðu svo sem grynninga.[3] Sá hluti eyrarinnar sem liggur inn með firðinum myndaðist með vegna þess við austanverðan Skutulsfjörð og norður af eyrarinni er um 10 m djúpur áll sem veldur því að þar fer aldan hraðar inn fjörðinn en sveigir svo að landi og myndar tangann þegar hún lendir á eyrinni.[3] Aðal hindrunin í vestan verðum Skutulsfirði sem leiðir til myndunar eyrarinnar er er jökulgarður sem einnig má sjá í hliðum Eyrarfjalls. [4]

Tilvísanir breyta

  1. Jón Þ. Þór (1984). Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. Sögufélag Ísfirðinga. bls. 17.
  2. „Google maps“.
  3. 3,0 3,1 3,2 Sigurður Steindórsson (11.4. 2022). „Hvernig myndast eyrar í fjörðum“. Vísindavefurinn, sótt 27.10. 2023.
  4. Jón Reynir Sigurvinsson: 2023, óbirt viðtal