Pokékúla (japanska モンスターボール, monsutā bōru frá ensku monster ball; ‚skrímslakúla‘) er hnöttóttur búnaður sem Pokémon-þjálfarar nota til að fanga villt Pokémon-skrímsli og geyma í Pokémon tölvuleikjunum og anime-þáttunum. Þegar Pokékúla kemst í tæri við Pokémon-skrímsli breytist það í orku sem sogast inn í kúluna sem lokar skrímslið inni. Villt Pókemon-skrímsli geta streist gegn kúlunni og sloppið en skrímsli sem búið er að veikja eiga erfiðara með það. Margar tegundir Pokékúlna fyrirfinnast í Pokémon-heiminum en sú algengasta er hálfrauð og -hvít.

  Þessi anime/mangagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.