Poecilia wingei, er smávaxin fiskitegund ættuð frá Paria-skaga í Venezuela.[1]Poecilia wingei er mjög litrík tegund af gúppí, svipuð gæludýrunum í gæludýraverslunum. Tegundinni var fyrst safnað í Laguna de Patos í Venezuela af Franklyn F. Bond 1937, og endurfundin af Dr. John Endler 1975. Seinni söfnunin voru fyrstu fiskarnir til að fara í gæludýraverslun. Meir hefur verið safnað síðan, sérstaklega af Armando Pou, til að auka erfðabreytileika ræktunarstofnsins.

Poecilia wingei

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Tannkarpar (Cyprinodontiformes)
Ætt: Poeciliidae
Ættkvísl: Poecilia
Tegund:
P. wingei

Tvínefni
'Poecilia wingei'
Poeser, Kempkes & Isbrücker, 2005
Poecilia wingei frá Campoma.

Flokkun breyta

Samkvæmt Stan Shubel, höfundi Aquarium Care for Fancy Guppies, er þetta ekki í raun sjálfstæð tegund; að hún sé með sömu erfðir og gúppí, en sé gefið eigin nafn; Poecilia wingei, af verndunarástæðum. Hinsvegar, var 2009 grein eftir S. Schories, M. K. Meyer og M. Schartl sem sýndi fram á að Poecilia wingei væri aðskilin tegund frá P. reticulata og P. obscura.[2] 2014 gaf H. Alexander et al. út grein[3] sem dregur í efa niðurstöður S. Schories et al. um stöðu Poecilia wingei sem tegundar.[2][4]

 
Poecilia wingei safnað við Campoma brú í Venezuela af Philderodez
 
Poecilia wingei safnað í Laguna Patos í Cumana héraði af Armando Pau og framræktað til af Adrian Hernandez
 
Poecilia wingei safnað í El Tigre á í Campoma héraði í Venezuela af Philderodez.

Blendingar breyta

P. wingei geta blandast við P. reticulata og P. obscura gúppía, og afkvæmin eru frjó.

Tilvísanir breyta

  1. Froese, Rainer and Pauly, Daniel, eds. (2007). "Poecilia wingei" in FishBase.
  2. 2,0 2,1 Schories, Susanne; Meyer, Manfred K.; Schartl, Manfred (2009). „Description of Poecilia (Acanthophacelus) obscura n. sp., (Teleostei: Poeciliidae), a new guppy species from western Trinidad, with remarks on P. wingei and the status of the "Endler's guppy" (PDF). Zootaxa. 2266: 35–50.
  3. Alexander, Heather J. „Population structure of guppies in north-eastern Venezuela, the area of putative incipient speciation“. BMC Evol Biol. 14 (1): 28. doi:10.1186/1471-2148-14-28. PMC 3942120. PMID 24533965.
  4. Alexander, H.; Breden, F. „Sexual isolation and extreme morphological divergence in the Cumana guppy: a possible case of incipient speciation“. J Evol Biol. 17 (6): 1238–54. doi:10.1111/j.1420-9101.2004.00788.x. PMID 15525409.

Viðbótar lesning breyta

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist