Pjotr Kropotkín
Pjotr Alexejevitsj Kropotkin (rússneska: Пётр Алексе́евич Кропо́ткин) (9. desember 1842 – 8. febrúar 1921) var rússneskur landfræðingur, vísindamaður og anarkisti. Hann var einn fyrsti málsvari anarkó-kommúnisma. Helstu ritverk hans um stjórnmál eru La Conquête du Pain (ísl. Hernám brauðsins) Fields, Factories and Workshops (ísl. Akrar, verksmiðjur og verkstæði) og Mutual Aid: A Factor of Evolution (ísl. Samvinna: Þáttur í þróuninni). Árið 1942 kom út á Íslandi bók hans: Krapotkín fursti: sjálfsævisaga byltingarmanns í þýðingu Kristínar Ólafsdóttur.
Pjotr Kropotkin Пётр Кропо́ткин | |
---|---|
Fæddur | 9. desember 1842 |
Dáinn | 8. febrúar 1921 (78 ára) |
Störf | Aðgerðasinni, byltingarmaður, landfræðingur |
Undirskrift | |
Uppvaxtarár
breytaPjotr fæddist í aðalsfjöldskyldu Moskvu árið 1842. Móðir hans var dóttir kósakks herforingja og faðir hans var fursti í Smolensk. Faðir hans átti miklar landeignir í þremur mismunandi sýslum þar sem allt að 1200 ánauðugir bændur unnu í þjónustu hans.
Pjotr hóf nám við herskóla í Sankti Pétursborg 14 ára gamall árið 1854. Skólinn samanstóð af 150 drengjum af aðalsættum sem nutu meiri réttinda en tíðkaðist í örum herskólum á þessum tíma. Á meðann náminu stóð fylgdist Pjotr grannt með þeim breytingum sem voru að eiga sér stað í rússnesku stjórnmála og menntalífi. Sem verðandi hermaður dró Pjotr frjálslyndislegan orðstýr Alexanders 2. Rússakeisara í efa en gladdist þó þegar keisarinn batt enda á rússnesku bændaánauðina árið 1861.
Árið 1862 útskrifaðist Pjotr úr herskólanum með hæstu einkunn í sínum bekk og hóf strax ferli í Keisarahernum og valdi að ganga í hersveitir Kósakka í Austur-Síberíu.