Pjakkur, einnig kallaður Hrekkur á íslensku (s.Stinky f. Haisuli) er persóna í Múmínálfunum eftir finnlandssænska rithöfundin og teiknarann Tove Jansson.

Pjakkur úr teiknimynd um Múmínálfana.

Pjakk skóp Tove Jansson fyrir daglegu myndasögurnar um Múmínálfana sem hún teiknaði fyrir Lundúnar dagblaðið The Evening News, 1954. Hann er kafloðinn og af honum leggur hræðilegur fnykur. Hann borðar flest, til dæmis í fyrstu myndasögunni þar sem hann kom fram borðaði hann allt Múmínhúsið. Þótt lýsa megi honum sem illmenni og hrekkjalómi, þá á hann gott til og hjálpar stundum öðrum, en eiginlega bara ef hann fær eitthvað fyrir sinn snúð fyrir það. Þegar Múmínpabbi finnur fyrir mikill ævintýralöngun leitar hann oft uppi Pjakk, eins þegar Snabbi fær einhverja snilldar hugmynd að græða peninga með oft umdeilanlegum hætti leitar hann einnig oft til Pjakks.

Eina Múmínbókin þar sem Pjakkur kemur við sögu er myndabókin Illmennið í Múmínhúsinu (s. Skurken i muminhuset) sem út kom árið 1980 og eins kemur hann við sögu í japönsku teiknimyndunum um Múmínálfana.

Heimildir

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.