Petro Porosjenko

5. forseti Úkraínu

Petro Oleksíjovytsj Porosjenko (úkraínska: Петро́ Олексі́йович Пороше́нко; fæddur 26. september 1965) er fyrrverandi forseti Úkraínu og sá fimmti sem hefur sinnt því starfi. Hann fór í embætti forsetans 7. júní 2014, en var áður utanríkisráðherra frá 2009 til 2010 og verslunar- og efnahagsráðherra frá 2010 til 2012. Frá 2007 til 2012 var hann líka forstjóri seðlabanka Úkraínu.

Petro Porosjenko
Петрo Порошeнко
Forseti Úkraínu
Í embætti
7. júní 2014 – 20. maí 2019
ForsætisráðherraArseníj Jatsenjúk
Volodymyr Grojsman
ForveriOleksandr Túrtsjynov (starfandi)
EftirmaðurVolodymyr Zelenskyj
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. september 1965 (1965-09-26) (59 ára)
Bolhrad, úkraínska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
ÞjóðerniÚkraínskur
StjórnmálaflokkurEvrópsk samstaða
MakiMarína Perevedentseva (g. 1984)
Börn4
StarfViðskiptamaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Fyrir utan stjórnmál hefur rekið fyrirtæki, en hann á stóran súkkulaðiframleiðanda ásamt öðrum fyrirtækjum. Þess vegna hefur hann hlotið gælunafnið „Súkkulaðikóngurinn“. Hann var kosinn í forsetaembættið 25. maí 2014 með 54% atkvæða.

Porosjenko sóttist eftir endurkjöri árið 2019 en tapaði í seinni umferð kosninganna fyrir gamanleikaranum Volodymyr Zelenskyj. Porosjenko hlaut aðeins um 25 prósent atkvæða.[1]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Grínistinn sigraði í Úkraínu“. mbl.is. 2019. Sótt 22. apríl 2019.


Fyrirrennari:
Oleksandr Túrtsjynov
(starfandi)
Forseti Úkraínu
(7. júní 201420. maí 2019)
Eftirmaður:
Volodymyr Zelenskyj


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.