Peter Benjamin Lewis (11. nóvember 1933 – 23. nóvember 2013) var bandarískur milljarðamæringur frá Cleveland í Ohio. Hann var stjórnarformaður í tryggingarfyrirtækinu Progressive Insurance Companies sem er fimmta stærsta tryggingarfyrirtækið í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Lewis þótti sérvitur og fara nýjar leiðir í viðskiptum. Hann lét byggja byggja heilsurækt og ferðaþjónustu fyrir starfsmenn í höfuðstöðvum Progressive og lagði áherslu á nútímalist. Hann taldi mikilvægt að búa til starfsumhverfi þar sem skapandi hugsun þrifist en það væri leið til að auka hagnað í í fyrirtækjarekstri. Lewis gaf miklar fjárhæðir til listasafna, háskóla og ýmis konar góðgerðarmála og stjórnmála.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.