Persastríð voru átök milli Forngrikkja annars vegar og Persa hins vegar á 5. öld f.Kr. Meginheimildin um Persastríðin er rit forngríska sagnaritarans Heródótosar. Venja er að miða upphaf stríðsins við innrás Persa í Grikkland árið 490 f.Kr. og endalok þess við ósigur Persa í orrustunum við Plataju og Mýkale árið 479 f.Kr.[1] en einnig er stundum miðað við Frið Kallíasar árið 449 f.Kr. Upptök stríðsins má rekja til uppreisnar grísku borgríkjanna í Jóníu gegn Persíu árið 499 f.Kr.

Neðanmálsgreinar breyta

  1. Sjá M.C. Howatson og Ian Chilvers (ritstj.), Oxford Concise Companion to Classical Literature (Oxford: Oxford University Press, 1993), undir yfirskriftinni „Persian Wars“.

Tengt efni breyta

Fólk breyta

Atburðir breyta

Tenglar breyta

   Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.