Periktíone
Periktíone var móðir forngríska heimspekingsins Platons. Langalangafi hennar var bróðir Sólons, löggjafa Aþeninga. Periktíone var gift Aristoni og átti með honum fjögur börn: Glákon, Adeimantos, Potone og Platon. Efir að Ariston féll frá giftist hún Pýrilampesi, vini aþenska stjórnmálamannsins Períklesar og átti með honum soninn Antífon.